Nýja geðheilbrigðisstefnan- börn og ungmenni.

Í nýju geðheilbrigðisstefnunni sem á að gilda í fjögur ár eða 2016-2020 eru nokkrir liðir þar sem sérstaklega er tekið á málum barna og ungmenna.  Liður A.6 fjallar um að göngudeild BUGL verði efld og fjölgað verði sérhæfðu starfsfólki á göngudeild í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að bið verði eftir þjónustu á göngudeild.  Til margra ára hefur fólk þurft að bíða í allt að 18. mánuði eftir að fá þjónustu, á BUGL voru t.d. 120 börn á biðlista í lok árs 2015.  Markmiðið skv. nýju geðheilbrigðisstefnunni er að árið 2020 verði ekki biðlisti eftir þjónustu á göngudeild BUGL.  Það má sætta sig við að yfirvöld vinni í því næstu fjögur árin að endurskipuleggja starfið á göngudeild í þeim tilgangi að eyða biðlistum fyrir árið 2020.  Það hefur til fjölda ára ríkt neyðarástand þegar kemur að því að þjónusta börn og ungmenni með geðheilsuvanda.  Það er ekki bara langur biðlisti eftir þjónustu á BUGL, undir lok árs 2015 biðu 208 börn eftir þjónustu á Greiningar-og ráðgjafarstöð og í lok árs 2015 biðu 390 börn eftir þjónustu á Þroska-og-hegðunarstöð (þessar tölur koma fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunnar).  Það eru alla jafna hundruðir barna á biðlistum hverju sinni, þetta er algerlega óviðunnandi ástand sem getur haft miklar og erfiðar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga inn í framtíðina.  Í janúar s.l. þegar ég skrifa um nýju geðheilbrigðisstefnuna á blogginu tek ég fram að það vanti ákv. þætti inn í stefnuna þar á meðal er betri þjónusta fyrir börn og engmenni.  Það er jákvætt að eyða biðlistum á BUGL á næstu fjórum árum en það er slæmt ástandið vegna biðlista bæði á Greiningarstöðinni og Þroska-og hegðunarstöð. Það hefði auðvitað átt að taka á biðlistum á öllum þessum stöðum í einu á næstu fjórum árum, það má ekki láta börn og ungmenni bíða á biðlistum þegar um geðheilsuna er að ræða, það þarf alltaf snemmtæka íhlutun þegar geðheilsuvandi kemur í ljós hjá börnum eða unglingum.  Þess má geta að það kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar að tilvísanir til Þroska-og hegðunarstöðvar hefur fjölgað mikið frá árinu 2007-2015, tilvísunum hefur fjölgað úr 300 í 450.  Tilvísanir á Bugl standa nokkurnvegin í stað undanfarin ár þær eru um 600 og tilvísanir á Greiningar-og ráðgjafarstöð hafa farið úr 300 í 350 frá 2010-2014.  Það er ljóst að þeim börnum sem þurfa þjónustu vegna geðheilsuvanda mun ekki fara fækkandi á næstu árum, yfirvöld eiga að nota næstu fjögur ár í að móta langtíma geðheilsustefnu fyrir börn og ungmenni að 19 ára aldri.  Það er gífurlega mikilvægt að geðheilsuvandi þessa hóps flytjist ekki með þeim yfir á fullorðins ár, það er gífurlega mikill fjárhagslegur sparnaður fyrir ríki og sveitarfélög að veita þessum hópi öfluga þjónusta strax og verður vart við geðheilsuvanda fyrir utan meiri lífsgæði til frambúðar.  Ég vil að lokum vekja athygli á lið B.2 í geðheilsustefnunni þar segir  ,,Settur verði á fót starfshópur til að gera tillögur um geðræktarstarf í skólum.  Markmið:  Að í lok árs 2017 liggi fyrir tillögur um innleiðingu geðræktarstarf í leik-grunn-og framhaldsskólum.  Framkvæmd: Starfshópurinn fari yfir stöðu geðræktarstarfs í skólum, þær aðferðir sem þar eru notaðar og skoði hversu vel þær eru studdar rannsóknum.  Einnig verður greint hvaða þjálfun og fræðsla fer nú fram um þroska barna, geðheilsu og geðrækt í skólastarfi og menntun kennara og námsráðgjafa.---Starfshópurinn skili niðurstöðum í lok árs 2017."  Þetta er þörf og góð nýjung í geðheilsumálum þjóðarinnar, það er mikilvægt að móta samræmda meðferðarstefnu í framhaldinu fyrir börn og ungmenni.  Það segja tæplega 20% grunnskólanema í 8-10 bekk að andleg heilsa sé ekki mjög góð eða góð, það er varhugaverð niðurstaða sem þarf að bregðast við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband