Ný geðheilbrigðisstefna 2016-2020

Ég óska ykkur gleðilegs árs og friðar á nýju ári.  Með hækkandi sól lítur loks ný geðheilbrigðisstefna dagsins ljós, þessi nýja geðheilbrigðisstefna kemur til framkvæmda næstu fjögur árin eða 2016-2020 og gert verður ráð fyrir framkvæmd hennar við gerð fjárlaga árin 2016-2020.  Það hefur mikill metnaður verið lagður í undirbúning við gerð þessarar nýju geðheilbrigðisstefnu og margir verið kallaðir til við undirbúningin.  Það kennir ýmissa grasa í nýju geðheilbrigðisstefnunni sem er fagnaðarefni því hingað til hefur þróuninn í málefnum geðfatlaðra verið allt of hæg hér á landi og erum við eftirbátar t.d. svía þegar kemur að þjónustu við geðfatlaða einstaklinga.  Með nýju stefnunni eru stigin skref inn í nútímann á vissum sviðum þjónustunnar, ég lít á nýju stefnuna sem framsækin áfanga í að jafna stöðu geðfatlaðra við aðra hópa í samfélaginu.  Nýja geðheilbrigðisstefnan kveikir vonir um að betri tímar séu framundan í málefnum geðfatlaðra en betur má ef duga skal, það eru nokkrir þættir sem er ekki tekið á í nýju geðheilbrigðisstefnunni, þættir sem vega þungt í meðferðarlegu tilliti.  En með nýju geðheilbrigðisstefnunni er boltin loks farin að rúlla í stórum málaflokki sem snertir alla landsmenn með einum eða öðrum hætti.  Í nýju stefnunni kemur t.d. fram að geðheilsuteymun verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og nýjum teymum komið á fót í þeim landshlutum sem þau eru ekki til staðar.  Það er mikilvæg og nútímaleg þróun að færa þjónustuna í nærumhverfi þjónustuþeganna,  það er út úr öllu korti að halda áfram að leggja ínn á rándýr sjúkrahús einstaklinga sem hæglega geta nýtt sé þjónustu geðheilsuteymis.  Reynslan af geðheilsuteyminu í Breiðholti segir að innlögunum á rándýr sjúkrahús hefur snar fækkað fyrir utan hvað það er miklu mannesjulegra og eðlilegra að bjóða uppá þjónustuna í nærumhverfi einstaklinganna.  Í greinum mínum hér á blogginu hef ég talað um að það sé nauðsynlegt að fjölga sálfræðingum í öllu geðheilbrigðiskerfinu.  í nýju geðheilbrigðisstefnunni segir að þjónusta sálfræðinga standi til boða á heilsugæslustöðum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í samræmi við samsetningu og stærð þjónustusvæða.  Þetta er framfaraskref því sálfræðingar kunna að beita samtalsmeðferð sem virkar vel á algengar tegundir geðraskanna, svo sem þunglyndi og kvíðaraskanir.  Það er algerlega út í hött að byrja á því að dæla lyfjum í einstakinganna (eins og geðlæknar gera gjarnan) þegar má ná góðum árangri með samtalsmeðferð.  Það er stórt skref í áttina að ráða sálfræðinga inn á heilsugæslustöðvarnar en það hefði þurft að stíga skrefið lengra og fjölga sálfræðingum inni á geðdeildum,  geðdeildir hér á landi eru ennþá staddar á því gamaldagsstigi að dæla óhóflega miklu magni af lyfjum í einstaklinganna án þess að reyna aðrar árangursríkar meðferðir fyrst.  Það er enn í dag verið alfarið að byggja á meðferð sem tekur einungis á afleiðingum (lyf) en það er ekki tekið á orsökinni og það sem meira er er að sjúklingar eru látnir vera jafnvel árum saman á lyfjum án þess að önnur meðferð er reynd.  Það þarf líka að fara að koma að því að ríkið greiði niður þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga eins og þjónusta sjálfstætt starfandi geðlækna er niðurgreidd.  Á næstu mánuðum ætla ég að halda áfram að skrifa um nýju geðheilbrigðisstefnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband